Heimavistarráð 2006-2007 kveður

Þá hefur Menntaskólanum verið slitið og þá er okkar verki formlega lokið. Við í heimavistarráði viljum þakka öllum fyrir samstarfið í vetur, þá sérstaklega Simma, Gunnu og Garðari. Núna eru 4 úr heimavistarráði að kveðja vistina með því að útskrifast, það eru Ernir, Anna Harðar, Anna Andrés og Magni. Það þýðir að á komandi vetri verður nýtt blóð að koma í heimavistarráð og hressa aðeins upp í liðinu. Vonumst við sem erum að kveðja eftir því að eftirmenn okkar verði engu síðri en við. Við kveðjum heimavistina með miklum söknuði, þetta hefur verið ómetanlegur tími.Fyrir hönd heimavistarráðs veturinn 2006-2007Ernir Freyr Gunnlaugsson