Opið fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2016-2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Heimavist MA og VMA fyrir skólaárið 2016-2017.

Gleðilega páska

Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur mánudaginn 28. mars kl. 12.

Lokað um páskana á heimavist

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 18. mars. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 19. mars. VMA byrjar kennslu eftir páska þriðjudaginn 29. mars en MA miðvikudaginn 30. mars. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 28. mars kl. 12

Páskabingó í boði Heimavistarráðs

Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói þriðjudagskvöldið 15. mars. Glæsileg páskaegg verða í boði fyrir heppna íbúa.

Fífa - fótboltamót í kvöld

Heimavistarráð stendur fyrir FIFA fóboltamóti miðvikudagskvöldið 2. mars. Mótið verður á setustofunni og hefst kl. 20.00. Glæsilegir vinningar verða í boði.

Menntun í heimabyggð og framtíð heimavista - fræðsluerindi

Fræðsluerindi á Heimavist MA og VMA fimmtudaginn 3. mars n.k. kl. 16 á setustofunni. Þóroddur Bjarnason prófessor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri flytur erindi um framtíðarþróun í skóla- og byggðamálum undir yfirskriftinni: Menntun í heimabyggð og framtíð heimavista. Allir velkomnir og léttar kaffiveitingar í boði