Bíókvöld í boði Heimavistarráð

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20. Mynd og pizzur í boði fyrir alla íbúa.

Opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2018 - 2019. Umsóknarfrestur er til 8. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Laus störf við alþrif í vor

Við leitum að starfsfólki til að hjálpa okkur við að alþrífa herbergi í vor. Við byrjum 22. maí og verðum út fyrstu vikuna í júní. Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur allan tímann eða hluta og/eða veist af einhverjum þá endilega að hafa samband við okkur. Nánari upplýsingar veitir Rósa María - rosa@heimavist.is

Grunnskólanemendur í heimsókn á heimavistinni

Hressir grunnskólanemendur í heimsókn. Á hverju skólaári fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 8., 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Í morgun fengum við nemendur frá Gunnskólanum austan Vatna og Varmahlíðaskóla í heimsókn. Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er. Kærar þakkir fyrir komuna. Hægt að sjá myndir á facebook síðunni okkar - Heimavist MA og VMA