Próf í VMA - umgengni á próftíma

Próftími hefst mánudaginn 1. desember kl. 8:00. Reglur á próftíma: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 15. desember. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Jólahlaðborð Heimavistarráðs 2014

Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 26. nóvember frá kl. 17.30-19.30. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil og eru íbúar hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði.

Brunaæfing á heimavist á næstu dögum

Á næstu dögum verður haldin brunaæfing á Heimavist MA og VMA. Mjög mikilvægt er að allir íbúar heimavistarinnar taki þátt í æfingunni.

Starfsmenn heimsóttu heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Starfsmenn heimavistar heimsóttu forsvarsmenn heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í gær. Heimavistarstjóri, aðstoðarskólameistari og húsvörður FNV tóku á móti starfsmönnum og sýndu þeim húsakynni. Þá gafst tækifæri til að bera saman reglur og annað sem snýr að utanumhaldi og rekstri heimavistar. Mikil ánægja var með heimsóknina meðal starfsfólks.