Gleðileg jól

  Kæru íbúar, fjölskyldur íbúa, starfsfólk og aðrir heimasíðugestir !    Við viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk kærlega fyrir liðið ár, það hefur bara verið frábært ! Við vonum að þið munið hafa það sem allra best yfir jólin og áramótin. Og kæru heimavistaríbúar! Vonandi sjáum við ykkur hress og kát á nýju ári, fegin að vera laus úr jólafríinu og mætt fersk til þess að fara aftur í skólann !    Jólaknús, Heimavistarráð    

Myndir

Kæru vefsíðuskoðendur ! Núna eru loksins komnar inn myndir frá jólahlaðborðinu sem var haldið 3.des síðastliðinn.  Það var bara æðisleg kvöldstund, allir ánægðir með hvernig það lukkaðist.  Frábær og framandi matur, hangiketið var vinsælt en einnig var sebrahesturinn og antilópan mjög spennandi. 

Jólaskreytingakeppni

Jæja kæru íbúar ! Nú þegar senn líður að jólum, þá höfum við ákveðið að halda jólaskreytingakeppni. Bæði ætlum við að hafa keppni milli hurða og ganga. Við vitum alveg að einhverjir VMA-ingar eru farnir í jólafrí, en það eru samt mjög margir enn á vistinni svo nóg af fólki til að taka þátt í þessari keppni :D Hún virkar einfaldlega þannig að þið skreytið hurðina ykkar(og ganginn einnig).. Reynum að gera "kózý"jólastemningu á vistinni, svona til að koma okkur öllum í jólaskap, því við vitum að það er sumum mjög erfitt að vera ekki heima í öllum jólaundirbúningnum. Jólaknús, heimavistarráð.