Óskilamunir í þvottahúsinu - vinsamlegast skoðið

Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Sá þvottur er í hillu frammi fyrir framan skápana. Íbúar eru hvattir til að skoða þetta sem allra fyrst - áður en haldið er út í sumarið.

Opið fyrir umsóknir næsta skólaár

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2024-2025. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist

Kahoot á setustofunni 17. apríl kl. 20:00

Heimavistarráð stendur fyrir Kahoot kvöldi á setustofunni kl. 20:00 á miðvikudaginn nk. 17. apríl.