Skipulagsbreytingar

Skipulagsbreytingar standa yfir við heimavistina.  Helstu breytingarnar felast í því að leggja meiri áherslu á félagslega og uppeldislega þjónustu við íbúa með því að ráða vistarsjóra með uppeldis- eða félagslega menntun og reynslu af  rekstri . Samhliða þessu á að breyta starfi húsbónda og  dagvinnufólks.  Auglýst verður eftir starfsfólki með hæfni og reynslu af því að vinna með ungmennum.  Mögulega verða ráðnir í afleysingar og hlutastörf nemendur úr fjórða bekk úr hópi íbúa heimavistarinnar. Mikilvægast er að viðhalda og efla heilbrigði, forvarnir og félagslíf íbúa. Nauðsynlegt er að styrkja þennan þátt í skipulagi heimavistarinnar, ásamt því að halda í horfinu þeim góða rekstri sem þar fer fram.  Sameiginleg heimavist MA og VMA hefur verið rekin í átta ár og hefur reksturinn verið skv. áætlun og rekstraforsendur eru í dag traustar. Nýlega endurnýjaði Lundur leigusamning um rekstur Hótels Eddu Akureyri í húsakynnunum yfir sumarið.  Sífellt fjölbreytilegri hópur  nemenda sækir um dvöl á heimavistinni með mismundandi þarfir fyrir aðstoð og handleiðslu.  Heimavistin er afar vinsæl og er fullskipuð fyrir næsta vetur. Vegna þessara skipulagsbreytinga hefur framkvæmdastjóra, húsbónda og starfsmönnum í dagvinnu  verið sagt upp störfum. Starfsfólk verður ráðið fyrir haustið. Því starfsfólki sem hverfur á brott er þakkað fyrir störf þeirra við stofnunina. Stjórn Lundar sem fer með rekstur heimavistarinnar skipa: Kristín Sigfúsdóttir formaður Jónína Guðmundsdóttir ritari Björk Guðmundsdóttir Magnús Garðarsson Jóhannes Ingi Torfason

Skipulagsbreytingar

Skipulagsbreytingar standa yfir við heimavistina.  Helstu breytingarnar felast í því að leggja meiri áherslu á félagslega og uppeldislega þjónustu við íbúa með því að ráða vistarsjóra með uppeldis- eða félagslega menntun og reynslu af  rekstri . Samhliða þessu á að breyta starfi húsbónda og  dagvinnufólks.  Auglýst verður eftir starfsfólki með hæfni og reynslu af því að vinna með ungmennum.  Mögulega verða ráðnir í afleysingar og hlutastörf nemendur úr fjórða bekk úr hópi íbúa heimavistarinnar. Mikilvægast er að viðhalda og efla heilbrigði, forvarnir og félagslíf íbúa. Nauðsynlegt er að styrkja þennan þátt í skipulagi heimavistarinnar, ásamt því að halda í horfinu þeim góða rekstri sem þar fer fram en á þeim átta starfsárum sem sameiginleg heimavist MA og VMA hefur verið rekin, hefur reksturinn verið skv. áætlun og rekstraforsendur eru í dag traustar. Nýlega endurnýjaði Lundur leigusamning um rekstur Hótels Eddu Akureyri í húsakynnunum yfir sumarið.  Sífellt fjölbreytilegri hópur  nemenda sækir um dvöl á heimavistinni með mismundandi þarfir fyrir aðstoð og handleiðslu.  Heimavistin er afar vinsæl og er fullskipuð fyrir næsta vetur. Vegna þessara skipulagsbreytinga hefur framkvæmdastjóra, húsbónda og starfsmönnum í dagvinnu  verið sagt upp störfum. Starfsfólk verður ráðið fyrir haustið. Því starfsfólki sem hverfur á brott er þakkað fyrir störf þeirra við stofnunina. Stjórn Lundar sem fer með rekstur heimavistarinnar skipa: Kristín Sigfúsdóttir formaður Jónína Guðmundsdóttir ritari Björk Guðmundsdóttir Magnús Garðarsson Jóhannes Ingi Torfason