Gangafundir fyrir íbúa á Heimavist verða þriðjudaginn 26. ágúst.

Allir gangafundir verða á hverjum gangi / hæð fyrir sig á Nýju vist: Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30 Allir íbúar á 2. hæð kl. 16:45 Allir íbúar á 3. hæð kl. 17:00 Allir íbúar á 4. hæð kl. 17:15 Allir íbúar á 5. og 6. hæð kl. 17:30 Allir íbúar á Gömlu vist koma saman á Setustofunni. Nýjir íbúar á Gömlu vist kl. 17:45 Eldri íbúar á gömlu vist kl.18:15 Skyldumæting og nafnakall Þau sem ekki komast á tilteknum tíma þurfa að láta þjónustustjóra vita á netfangið rosa@heimavist.is Hlökkum til að funda með ykkur 😊 Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Umsókn um mötuneyti

Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst

Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst sem hér segir: Móttaka nýnema og þeirra sem hafa ekki verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-16 og sunnudaginn 17. ágúst frá kl. 12-16 og mánudaginn 18. ágúst frá kl. 10-16. Móttaka íbúa sem hafa verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-20 og sunnudaginn 18. ágúst frá kl. 12-20 og mánudaginn 18. ágúst frá klukkan 10-20. Vinsamlegast virðið þessar tímasetningar svo skipulagið gangi sem best fyrir sig. Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt á næstu dögum og bæði forráðamaður (ef íbúi er ólögráða) og íbúi þurfa að skrifa undir hann inni á signet.is áður en herbergi fæst afhent.

Upplýsingar vegna komandi skólaárs

Búið er að svara öllum umsóknum um pláss á Heimavistinni. Þær umsóknir sem bárust okkur á meðan á sumarleyfi stóð fóru sjálfkrafa í stöðuna synjað þar sem búið var að fylla hvert rými fyrir sumarfrí. Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt í næstu viku og einnig þvottanúmer til þeirra íbúa sem ekki hafa verið á heimavistinni áður. Þau sem hafa verið áður hjá okkur halda sínum þvottanúmerum. Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst en nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.