Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2018-2019

Umsóknarfrestur um heimavist skólaárið 2018 - 2019 er til 8. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Próftími hjá íbúum heimavistar

Nú nálgast próftími hjá íbúum heimavistar. Próftími hjá VMA íbúum byrjar 9. maí og lýkur 18. maí en þann dag hefjast próf hjá MA íbúum. Á próftíma gilda ákveðnar reglur: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Íbúar heimavistar - við brottför

Kæru íbúar! Áður en þið skilið af ykkur herbergi og lyklum í vor þarf að þrífa herbergið mjög vel. Leiðbeiningar “tékklista” og ræstiefni fáið þið hjá starfsmanni í anddyri. Skila þarf tékklistanum og lykli til starfsmanns við brottför. Þrífa þarf herbergið samviskusamlega og skila því eins og það var við komuna á heimavistina. Góða ferð út í sumarið! Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Próf senn að hefjast hjá íbúum

Það styttist í próf hjá íbúum VMA en prófin hefjast föstudaginn 11. maí. Próf hjá íbúum MA hefjast aðeins síðar eða þriðjuadaginn 22.maí.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.