Söngkeppni MA 2022 var haldin í gærkvöldi.

Þar átti Heimavistin marga flotta fulltrúa og þar á meðal voru tveir þeirra í úrslitum, annars vegar sigurvegari kvöldsins og þriðja sætið. Óskum við þeim öllum innilega til hamingju !

Jöfnunarstyrkur til náms - umsóknarfrestur fyrir vorönn 2022 er til 15. febrúar n.k.

Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Frekari upplýsingar og umsóknir á heimasíðu Menntasjóðs- https://menntasjodur.is/

Herbergjaskoðanir á vormisseri hefjast eftir helgi.

Íbúar eru minntir á herbergjaskoðun deginum áður með auglýsingu á ganginum. Minnum íbúa á að eftirlit með þrifum á herbergjum er hluti af reglum á stóra heimilinu. Á hverjum gangi er búið að setja inn í s.k. skol; ryksugu, moppu o.s.frv. Munið að spritta fyrir og eftir notkun með sóttvarnarspritti og þurrkum sem eru einnig til staðar. Gangi ykkur vel

Mötuneytið - breyting á áskrift á vormisseri.

Bendum á að þeir íbúar sem vilja breyta áskriftinni í mötuneytinu þurfa að senda inn nýja umsókn. Umsóknareyðublað er hér á heimasíðu Heimavistar MA og VMA - https://www.heimavist.is/motuneyti/umsokn-um-motuneyti

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar á nýju ári laugardaginn 8. janúar kl. 12. Hlökkum til að sjá ykkur