Fyrstu dagarnir á heimavistinni

Ágæti íbúi á heimavist Lundar. Þegar nemendur Verkmenntaskólans flytja inn á vistina í næstu viku þurfa þeir að búa fyrst um sinn í öðrum herbergjum en þeir hafa fengið ráðastafað fyrir veturinn.  Ástæðan er sú að hótelrekstraraðilinn, sem starfrækir Hótel Eddu í húsakynnum Lundar yfir sumarið, verður með hluta af húsakynnum Lundar þegar íbúar VMA koma á vistina. Dagana 30. ágúst til 2. september munu íbúar VMA flytja sig um set í þau herbergi sem þeir hafa fengið úthlutað skv. húsaleigusamningi. Við komuna á vistina mun húsbóndi upplýsa íbúana hvar þeir muni búa fyrst um sinn. ALLIR ÍBÚAR VMA MUNU BÚA FRÍTT Á HEIMAVISTINNI FRAM TIL 1. SEPTEMBER J Þar sem búið verður þröngt fram til mánaðarmóta biðjum við þá íbúa sem geta, að geyma heima stærri hluti (ekki bráðnauðsynlega) þar til endanlegum herbergjum verður úthlutað.  Að sjálfsögðu getum við tekið í geymslu stærri hluti (og kassa) fyrir þá íbúa sem koma langt að og fara sjaldan heim. Við vonum að íbúar Lundar og aðstandendur þeirra sýni þessum aðstæðum skilning en rekstur sumarhótels í húsakynnum Lundar á stóran þátt í að gera Lundi unnt að fjármagna og reka heimavist á Akureyri fyrir 330 nemendur á myndarlegan og metnaðarfullan hátt. Mötuneytisþjónusta verður starfrækt í matsal vistarinnar frá fyrsta degi en matmálstímar verða kynntir sérstaklega þegar íbúarnir koma á vistina. Þvottaþjónusta fyrir íbúana verður einnig starfrækt á vistinni frá fyrsta degi.  Við viljum ítreka að allur þvottur þarf að vera vel merktur.