Gott jólahlaðborð

 Heimavistarráð þakkar fyrir góða mætingu á jólahlaðborðið sem haldiðvar í gærkvöldi. Við vonum að allir hafi skemmt sér vel og allir hafi verið ánægðir með úrslitiní jólaskreytingakeppninni. Heimavistarráð tilkynnti síðan um jólagjafirnar frá heimavistarráði til vistarinnarog í ár eru það nýtt sjónvarp sem er komið á þriðju hæð gömlu vistar ásamt tveimur nýjum og glæsilegum pool borðum í setustofuna. Hægt er að sjá mynd af svipuðu borði hér að neðan. Poolborðin verða síðan formlega vígð að loknum prófum í MA. Heimavistarráð :)

Minnum á jólahlaðborðið

Kæru heimavistarbúar Við minnum á jólahlaðborð heimavistarinnar sem haldið verður núna á fimmtudaginn 6.des Jólahlaðborðið stendur yfir frá klukkan 17:30 - 20:30. Á jólahlaðborðinu verða m.a. veitt verðlaun fyrir best skreytta ganginn á vistinni ásamt því að tilkynnt verður um jólagjöf heimavistarráðs til vistarinnar. Garðar bryti og hans fólk sjá svo um matargerðina og verða framandi og jafnframt þjóðlegir réttir á boðstólnum. Við minnum á að jólahlaðborðið er einungis fyrir vistarbúa og allir verða að vera prúðbúnir til að komast inn :) Heimavistarráð