Grunnskólanemendur í heimsókn

Það verður líf og fjör á heimavistinni í dag þegar við fáum um tvö hundruð grunnskólanemendur í heimsókn en heimsóknin er hluti af kynningum framhaldsskólana MA og VMA. Nemendur koma úr grunnskólum nágrannasveitafélaga: Hrafnagilsskóla, Dalvíkurskóla, Þelamekurskóla, Grenivíkurskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn, Valsársskóla, Reykjahlíð, Þingeyjarskóla, Öxarfjarðarskóla, Húnavallaskóla og Grunnskólanum í Hrísey. Hægt er að sjá myndir á facebook síðu heimavistarinnar

Námsbraut í sviðslistum í MA í undirbúningi

Eins og fram kemur í Vikudegi þá er ný kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir í undirbúningi hjá MA. Um samstarfsverkefni er að ræða milli MA og Leikfélags Akureyrar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Vikudags.

Frumsýning hjá leikfélagi VMA sunnudaginn 16. febrúar

Leikfélag VMA frumsýnir leikritið Tröll í Hofi n.k. sunnudag 16. febrúar kl. 14. Sýningar verða alls fjórar, tvær sunnudaginn 16. febrúar og tvær sunnudaginn 23. febrúar. Miðasala er á tix.is. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu VMA, www.vma.is