Höfum opnað fyrir umsóknir á heimavist fyrir skólaárið 2017-2018

Höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Heimavist MA og VMA tekur þátt í framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll

Heimavistin ætlar að taka þátt í Framhaldsskólakynningu dagana 16. – 18. mars n.k. í Laugardalshöll. Í höllinni gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir! Hlökkkum til að sjá ykkur!

Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2016 verður miðvikudaginn 22. mars n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2015/2016 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2015/2016. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar

Heimavistin tekur þátt í framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll

Heimavist MA og VMA ætlar að taka þátt í Framhaldsskólakynningu dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir!

Lokað á heimavistinni um páskana

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 7. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. apríl. VMA byrjar kennslu eftir páska þriðjudaginn 18. apríl en MA mánudaginn 24. apríl. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 17. apríl kl. 12