Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár 2022-2023 er til 10. júní. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Snara.is aðgengileg fyrir íbúa

Snara.is er aðgengileg fyrir íbúa! Minnum á að íbúar hafa aðgang að snöru.is (á staðarnetinu) en forritið geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita eins og fram kemur á heimasíðu þeirra.

Vöfflukaffi miðvikudaginn 4. maí frá kl. 15-17

Fulltrúar íbúa ætla að baka og bjóða upp á vöfflur í matsalnum fyrir íbúa heimavistar n.k. miðvikudag frá kl. 15-17. Endilega að kíkja við, hitta aðra íbúa og gæða sér á gómsætum vöfflum.