Lokað á heimavistinni um páskana

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 12. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 13. apríl. Kennsla hefst í VMA þriðjudaginn 23. apríl og MA 24. apríl. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 22. apríl kl. 12.

Vöfflukaffi Heimavistarráðs þriðjudagskvöldið 26. mars n.k. kl. 20

Heimavistarráð stendur fyrir vöfflukaffi þriðjudagskvöldið 26. mars n.k. kl. 20 í matsalnum. Íbúar hvattir til að mæta og gæða sér á nýbökuðum vöfflum.

Óskað eftir tillögum að réttum fyrir mötuneytið

Mötuneyti heimavistarinnar hvetur íbúa til að senda inn tillögur að réttum til að hafa á matseðlinum! Hægt er að senda tillögurnar á bryta@ma.is og mega uppskriftir gjarnan fylgja. Hvetjum íbúa til að taka þátt.

Minnum á viðtalstíma hjúkrunarfræðings

Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur er á vaktinni fyrir íbúa heimavistar á mánudögum frá kl. 16.00-17.00 og á fimmtudögum frá kl. 16.30 - 17.30. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.

Opnum fyrir umsóknir skólaárið 2019-2020 fyrir páska

Umsóknir fyrir næsta skólaár verða opnar fyrir páska. Sótt verður um á netinu eins og áður hér á heimasíðunni.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir Útjför

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir leikritið Útfjör í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Önnu Gunndísar Guðmundsdóttur. Eins og gefur að skilja taka fjölmargir þátt í þessari uppfærslu eða á milli 70-100 nemendur. Mikil ánægja var með frumsýninguna enda fjölbreytni í fyrirrúmi, leikur, söngur, tónlist og gleði. Boðið er upp á nokkrar sýningar og hvetjum við því alla til að fjölmenna.

Íbúi hlaut styrk úr Hvatningarsjóði Kviku

Ester María íbúi okkar hlaut á dögunum styrk úr Hvatningarsjóði Kviku sem hefur m.a. að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms. Ester er í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri og óskum við henni að sjálfsögðu til hamingju. Á facebook síðu heimavistarinnar má sjá viðtal við Ester.

Íbúi hlaut styrk úr Hvatningarsjóði Kviku

Ester María íbúi okkar hlaut á dögunum styrk úr Hvatningarsjóði Kviku en Ester er í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju.