Opið fyrir umsóknir á vorönn 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á heimavist vorönn 2016.

Íbúar heimavistar í þættinum Sögur af landi á Rás1

Tveir íbúar heimavistar þau Árni Bæring nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri og Jórunn Rögnvaldsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri voru viðmælendur í þættinum Sögur af landi á Rás1, þar sem fjallað var um nám í heimabyggð. Hér er hægt að nálgast þáttinn http://ruv.is/frett/nam-i-heimabyggd-eflir-byggdir-landsins

Nýtt heimavistarráð skólaárið 2015-2016

Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2015-2016 hefur tekið til starfa. Hér má sjá fulltrúa þeirra og röðun í embætti: Formaður - Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir nemandi við MA. Varaformaður - Guðbrandur Máni Filippusson nemandi við VMA. Ritari - Ásdís Birta Árnadóttir nemandi við MA. Birta Dögg Bessadóttir nemandi við MA. Margrét Eva Arthúrsdóttir nemandi við VMA. Nökkvi Freyr Bergsson nemandi við MA. Sigmar Ingi Njálsson nemandi við VMA. Starfsfólk Heimavistar óskar þeim til hamingju með nýju embættin og góðs gengis og samstarfs í vetur.