Gleðilega páska

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 1. apríl kl. 12.

Páskabingó á setustofunni miðvikudaginn 20. mars

Miðvikudagskvöld, 20. mars klukkan 20:00 verður páska bingó á setustofunni. Glæsilegir vinningar í boði, t.d páskaegg, gjafabréf og margt fleira! Við hvetjum alla íbúa til þess að mæta og hlökkum til að sjá ykkur!🐰🐣🍫 Heimavistarráð 🐥

Fræðslukvöld Ástráðs á sunnudaginn 10. mars kl. 20:00

Ástráður kynfræðslufélag læknanema ætlar að halda fræðslukvöld sunnudaginn 10. mars kl. 20:00 á setustofunni á gömlu vist. Þar verður fræðsla um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti auk þess sem þau svara nafnlausum spurningum.