Íbúar á heimavist unnu til verðlauna í söngkeppnum VMA og MA

Undankeppnir fyrir hina árlegu söngkeppni framhaldsskólanna hefur farið fram. Söngkeppni VMA var haldin í Gryfjunni 20. febrúar s.l. og voru 14 atriði skráð til keppninnar eins og fram kom á heimsíðu VMA. Þórdís Alda Ólafsdóttir nemandi í VMA og íbúi á heimavist varð í þriðja sæti og fékk jafnframt viðurkenningu fyrir bestu sviðsframkomuna. Þórdís Alda Ólafsdóttir Söngkeppni MA var haldin í Hofi 25. febrúar s.l. og voru 13 atriði skáð til keppninnar eins og fram kom á heimasíðu MA. Karlotta Sigurðardóttir nemandi í MA og íbúi á heimavist bar sigur úr bítum og verður því fulltrúi MA í söngkeppni framhaldsskólanna. Karlotta Sigurðardóttir tekur við verðlaununum Starfsfólk óskar Þórdísi og Karlottu til hamingju með árangurinn.

Íbúi heimavistar silfurverðlaunahafi í Norðurlandameistaramóti unglinga

Íbúi heimavistar silfurverðlaunahafi í Norðurlandameistaramóti unglinga. Þorgbergur Guðmundsson íbúi á heimavist og nemandi í VMA vann til silfurverðlauna í +120 kg flokki karla á Norðurlandameistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Álaborg í Danmörku síðustu helgi. Þorbergur lyfti samtals 720 kg, eða 270-140-310 og tóku alls sex Íslendingar þátt í mótinu eins og fram kemur á mbl. Starfsfólk óskar Þorbergi til hamingju með árangurinn.

Félag læknanema með fræðslu

Kæru íbúar. Miðvikudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00 ætla nokkrir 2. árs læknanemar að vera með forvarnarfræðslu á setustofunni fyrir íbúa heimavistarinnar. Læknanemarnir eru á vegum „Ástráðs“ félags læknanema um forvarnarstarf. Rætt verður t.d. um kynheilbrigði, ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma. Endilega nýtið ykkur að hitta læknanemana til að fræðast og forvitnast.

Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2013 verður fimmtudaginn 27. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2012/2013 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2012/2013. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólanna á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.

Vistar Quiz á setustofunni

Heimavistarráð stendur fyrir Vistar Quiz miðvikudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Tveir – fjórir saman í liði og eru íbúar hvattir til að mæta og eiga saman skemmtilega kvöldstund. Veglegir vinningar.

Endurnýja þarf netumsókn fyrir vorönn 2014

Kæru íbúar, þið sem ætlið ykkur að vera nettengd á vorönn þurfið að endurnýja umsókn ykkar fyrir 14. febrúar. Eftir það verður lokað fyrir netaðgang þeirra sem ekki hafa gengið frá endurnýjun. Hægt verður að ganga frá netumsókn fyrir vorönn á eftirtöldum tímum hjá Sigmundi, en hann hefur umsjón með netmálum. Mánudag 10. feb. milli kl. 16.00 til 17.00 Þriðjudag 11. feb. milli kl. 16.00 til 17.00 Miðvikudag 12. feb. milli kl. 16.00 til 17.00 Fimmtudag 13. feb. milli kl. 16.00 til 17.00 Föstudag 14. feb. milli kl. 16.00 til 17.00

Poolmót í setustofunni

Heimavistarráð efnir til poolmóts miðvikudaginn 12. febrúar nk. kl. 19:30. Skráningarblað hangir á auglýsingatöflu í anddyri og lýkur skráningu 11. febrúar. Vegleg verðlaun.