Umsóknarfrestur um Heimavist MA og VMA er til 10. júní

Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2016 - 2017 er til 10. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Brautskráning í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Próf í MA - umgengni á próftíma

Próftími hefst laugardaginn 28. maí kl. 8:00. Reglur á próftíma: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Umsóknarfrestur um Heimavist MA og VMA fyrir skólaárið 2016-2017 er til 10. júní

Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2016 - 2017 er til 10. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Próf í VMA - umgengni á próftíma

Próftími hefst mánudaginn 9. maí kl. 8:00. Reglur á próftíma: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 20. maí. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Starfsfólk óskast tímabundið við störf við alþrif í vor

Heimavistin leitar að starfsfólki tímabundið í störf við alþrif í vor frá 20. maí - 14. júní, hvort heldur er allan tímann eða hluta. Nánari upplýsingar veitir Rósa María Björnsdóttir þjónustustjóri; rosa@heimavist.is eða í síma 899 1607.

Opið fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2016-2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Heimavist MA og VMA fyrir skólaárið 2016-2017.

Þvottahús - Lyklar

Ágætu vistarbúar! Munið að skila þvottahólfslykli áður en farið er af vistinni í annarlok. Tekið er við lyklunum í mötuneyti á opnunartíma þess og skilagjald er kr. 3000.-