Vape - umræður á setustofu

Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16:45 – 17:00 ætlar Hannesína hjúkrunarfræðingur að fjalla um vape notkun á setustofu heimavistar. Hún verður einnig með viðveru á vistinni þennan dag kl. 16:30 – 17:30 sem og aðra fimmdudaga og mánudaga. Endilega látið sjá ykkur sem flest.

Opnað fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur. Sótt er um hér á heimasíðunni.