Heimavistarráð skólaárið 2017-2018

Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2017-2018 hefur verið skipað og verður fyrsti fundur ráðsins á næstu dögum en þá verður einnig skipað í embætti. Fulltrúar í heimavistarráði þetta skólaár eru: Erlendur Rúnar Reynisson Friðfinnur Már Þrastarson Héðinn Logi Gunnlaugsson Margrét Fríða Hjálmarsdóttir Rakel María Björnsdóttir Símon Birgir Stefánsson Þorgeir Ingvarsson Starfsfólk Heimavistar óskar nýjum fulltrúum í heimavistráði til hamingju og góðs gengis og samstarfs í vetur.

Vaktsími á heimavist

Minnum á að við svörum allan sólarhringinn í vaktsímann: 899 1602 eða 455 1602.

Framboð til heimavistarráðs skólaárið 2017-2018

Gefðu kost á þér í skemmtilegt starf í vetur og hafðu áhrif! Einfalt að taka þátt, þú skrifar nafn íbúa og herbergisnúmer á miða og setur í kassann í afgreiðslu. Fráfarandi heimavistarráð telur upp úr kassanum n.k. miðvikudagskvöld 20. september kl. 20. Hvetjum alla íbúa til að taka þátt í að velja fulltrúa í heimavistarráð fyrir skólaárið!

Störf í boði fyrir íbúa!

Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veita Þórhildur og Þóra Ragnheiður. Umsóknir með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og símanúmeri sendast á netfangið heimavist@heimavist.is fyrir 20. september nk.

Laus pláss á vistinni í vetur

Örfá laus pláss hafa losnað á heimavistinni og eru áhugsamir hvattir til að sækja um á www.heimavist.is

Hjúkrunafræðingur á vakt tvisvar í viku fyrir íbúa

Hannesína Scheving hjúkrunarfræðingur er á vaktinni fyrir íbúa heimavistar tvisvar í viku. Á mánudögum frá kl. 16:30-17:30 og á fimmtudögum frá kl. 16:00-17:00. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.

Gangafundir þriðjudaginn 5. september og miðvikudaginn 6. september

Þriðjudaginn 5. september og miðvikudaginn 6. september verða s.k. gangafundir á heimavistinni. Fundirnir eru upplýsingafundir fyrir íbúa þar sem farið er yfir ýmsar reglur og annað sem er ganglegt fyrir íbúana að vita af. Þá eru gangafundir einnig tækifæri til að sjá hverjir eru nágrannar og eins hverjir búa í næsta nágrenni, en fundunum er skipt niður eftir göngunum/hæðunum á nýju vist og síðan göngunum á gömlu vist. Tímasetningar á fundunum verða hengdar upp á nýju og gömlu vist og við minnum á að það er skyldumæting á fundinn. Hlökkum til að hitta alla nýja og eldri íbúa og eiga góða stund saman