Söngkeppni framhaldsskólanna 5. apríl nk.

Söngkeppni framhaldsskólanna Þeir íbúar sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 1. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar. Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni. Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt. Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Heimavistin í kvöldfréttum RÚV

Þórhildur Ólafsdóttir fréttamaður RÚV kom í heimsókn á vistina í gær og tók viðtöl við íbúa sem bíða þess að verkfall framhaldsskólakennara leysist. Hér er hægt að nálgast fréttina http://ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/19032014-0 en innslagið hefst 01.01.

Verkfall

Kæru íbúar! Að gefnu tilefni er rétt að benda á að ef að til verkfalls framhalsskólakennara kemur verður heimavistin opin. Við biðjum þá íbúa sem ætla að dvelja hér að skrá sig í rauða möppu afgreiðslunni. Starfsmenn Heimavistar MA og VMA

Íbúar á heimavist unnu til verðlauna á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi eins og fram kemur á heimasíðu VMA. Á Íslandsmótinu var keppt í 25 greinum og að auki voru sýningar á nokkrum iðn- og verkgreinum og einnig atriði á sviði. Daníel Atli Stefánsson nemandi í VMA og íbúi á heimavist vann til gullverðlauna í trésmíði og Arnór Bjarki Grétarsson einnig íbúi á heimavist og nemandi í VMA varð í þriðja sæti í rafvirkjun. Starfsfólk óskar Daníel Atla og Arnóri Bjarka til hamingju með árangurinn.

Saltkjöt og baunir - Mötuneyti Heimavistar MA og VMA í fréttum

Saltkjöt og baunir fyrir ungmenni var yfirskrift fréttar RÚV þriðjudagskvöldið 4. mars en á "Sprengidaginn" var að sjálfsögðu boðið upp á saltkjöt og baunir í mötuneytinu. Þórhildur Ólafsdóttir fréttamaður kom í heimsókn og tók viðtöl við íbúa og Garðar Hólm Stefánsson bryta. Hér er hægt að nálgast fréttina.

Söngkeppni framhaldsskólanna 5. apríl nk.

Söngkeppni framhaldsskólanna Þeir sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 16. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar. Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni. Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt. Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið. Starfsfólk heimavistar MA og VMA