Vaktsími á heimavist

Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.

Frá mötuneytinu

Boðið er upp á grænmetisfæði í vetur eins og áður en íbúar verða að skrá sig hjá starfsfólki í mötuneytinu. Hægt er að breyta um fæði og fæðisflokk á annarskiftum eða að greiða breytingargjald kr. 2000 ef breytt er á öðrum tíma. Ef íbúi er með óþol eða ofnæmi af einhverju tagi þarf að skila inn vottorði frá lækni þar sem tekið er fram fyrir hverju viðkomandi er með ofnæmi/óþol.