Heimavistarráð 2019-2020

Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2019-2020 hefur verið skipað og er byrjað að funda. Fulltrúar í heimavistarráði þetta skólaár eru: Tinna Valgeirsdóttir formaður heimavistarráðs Aníta Ýr Atladóttir varaformaður Jónas Þórir Þrastarson Júlía Agar Huldudóttir Júlía Birna Ingvarsdóttir Oddný Halla Haraldsdóttir Starfsfólk Heimavistar óskar nýjum fulltrúum í heimavistráði til hamingju og góðs gengis og samstarfs í vetur.

Tónlistaraðstaða fyrir íbúa

Öllum íbúum heimavistar stendur til boða aðstaða til að æfa á hljóðfæri í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Í stofu G22 er píanó og á miðsal skólans er flygill. Stofur G1 og G21 eru ætlaðar fyrir önnur hljóðfæri. Hægt er að ská sig á blað sem hangir upp á vegg á s.k. langagangi í eldra húsnæðinu.

Matseðill á facebook á mánudögum

Á facebook síðu heimavistarinnar - Heimavist MA og VMA er hægt að nálgast matseðil mötuneytisins. Nýr matseðill er birtur á mánudagsmorgnum.

Vaktsíminn

Minnum á vaktsímann okkar 899 1602 eða 455 1602. Svörum allan sólarhringinn.