30.04.2025
Nú er hægt að sækja um heimavist fyrir skólaárið 2025-2026. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist. Þegar búið er að fá staðfestingar um skólavist þá verður haft samband við umsækjendur.
Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar á heimavistinni þurfa að sækja um aftur fyrir næsta skólaár.
28.04.2025
Um miðjan maí hefst námsmat í báðum skólum og næðistími tekur gildi í vikunni þar á undan.
Varðandi lokun í vor þá er það dagsetning á húsaleigusamning sem segir til um lokadagsetningu hjá viðkomandi íbúa.
22. maí er síðasti leigudagur VMA íbúa.
28. maí er síðasti leigudagur MA íbúa.
07.04.2025
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 11. apríl. Heimavistin lokar kl. 12 á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl, annan í páskum kl. 12.