Ný morgunverðarkort

Nú eru til sölu 10 máltíða morgunverðarkort í mötuneytinu. Kortin fást í afgreiðslu MA og einnig í mötuneytinu.Þau kosta aðeins 2900 krónur og hvetjum við alla til að nýta sér þetta frábæra tilboð. Mötuneytisráð

Jólahlaðborð heimavistar

Líkt og undanfarin ár verður veglegt jólahlaðborð haldið fyrir heimavistarbúa. Að þessu sinni verður veislan þann 6. desember næstkomandi. Skemmtiatriðin munu stytta gestum og gangandi stundir og verða verðlaun veitt fyrir skreytingakeppnina. Framandi en jafnframt þjóðlegir réttir verða á boðstólnum. Aðeins prúðbúnum vistarbúum veittur aðgangur.  Ástarkveðja, Heimavistar- og mötuneytisráð

Jólaskreytingakeppni! VÚHÚ!

Þá er komið að hinni árlegu jólaskreytingakeppni heimavistarinnar. Að venju verður keppt á milli ganga/hæða. Skreytingar skulu vera komnar upp þann 4. desember til að vera gildir þáttakendur í keppninni.Dómarar munu verða hinar guðdómlegu nöfnur í þvottahúsinu, Sigrún Svava og Svava. Eins og ævinlega eru vegleg verðlaun handa sigurvegurum. Verðlaunin verða veitt á jólahlaðborðinu þann 6. desember. Ykkar ástkæra, Heimavistarráð

Vistarbúar athugið

Ef þið hafið ómerktan þvott eða föt annarra inni á herbergi hjá ykkur þá vinsamlega farið með þau niður í þvottahús. Minnum á að einnig er mikið af ómerktum fötum og handklæðum í þvottahúsinu. Allir að muna að merkja þvottinn sinn! :) Kveðja Þvottahúskonur

Góð kvöldvaka

Heimavistarráð vill þakka fyrir góða mætingu á kvöldvökuna í síðustu viku. Það var frábær stemningog við hefðum að sjálfsögðu ekki getað þetta nema með ykkar hjálp! Það eru komnar frábærar myndir frá góða ljósmyndaranum okkar henni Jóhönnu :)Hvetjum alla til að skoða það undir Lífið á vistinni!-Heimavistarráð ;)

Jólahlaðborð heimavistar

Líkt og undanfarin ár verður veglegt jólahlaðborð haldið fyrir heimavistarbúa. Að þessu sinni verður veislan þann 6. desember næstkomandi.   Skemmtiatriðin munu stytta gestum og gangandi stundir og verða verðlaun veitt fyrir skreytingakeppnina. Framandi en jafnframt þjóðlegir réttir verða á boðstólnum. Aðeins prúðbúnum vistarbúum veittur aðgangur.   Ástarkveðja, Heimavistar- og mötuneytisráð

Jólahlaðborð!

Jólahlaðborð heimavistar  Líkt og undanfarin ár verður veglegt jólahlaðborð haldið fyrir heimavistarbúa. Að þessu sinni verður veislan þann 6. desember næstkomandi.  Skemmtiatriðin munu stytta gestum og gangandi stundir og verða verðlaun veitt fyrir skreytingakeppnina. Framandi en jafnframt þjóðlegir réttir verða á boðstólnum.   Aðeins prúðbúnum vistarbúum veittur aðgangur.  Ástarkveðja, Heimavistar- og mötuneytisráð    

Góð Kvöldvaka

Heimavistarráð vill þakka fyrir góða mætingu á kvöldvökuna í síðustu viku. Það var frábær stemningog við hefðum að sjálfsögðu ekki getað þetta nema með ykkar hjálp! Það eru komnar frábærar myndir frá góða ljósmyndaranum okkar henni Jóhönnu :)Hvetjum alla til að skoða það undir Lífið á vistinni!-Heimavistarráð ;)