Poolmót

Á döfinni er poolmót á vistinni  Minnum alla á að skrá sig niður í anddyri sem hafa áhuga á að keppa í poolmótinu. Mótið hefst kl 18:00 þriðjudagskveldið 3.mars Þeir sem hafa áhuga á að vera dómarar á mótinu geta haft samband við Hjálmar 6216 eða 8430016 Endilega takið sem flest þátt !!verðlaun eru í boði fyrir fyrsta sætið og bikar. Heimavistarráð

::::

Smá fréttir af heimavistarráði Heimavistarráð hefur verið að yfirfara og endurnýja reglur heimavistar. Búið er að endunýja myndir af sameiginlegri aðstöðu og setja þær inná heimasíðuna. Minni alla á að taka þátt í skoðanakönnun á heimasíðunni.  

Hneyksli kvöld 9.febrúar

  Næturvörður vistarinnar varð var við mikið hneyksli í kvöld, er íbúi vistarinnar, Einar Bjarni Björnsson, sást borga fyrir Domino's pizzu hér niðri í anddyri heimavistar. Eins og margir vita vinnur Einar sem sendill veitingahússins Greifans og því ekki skrítið að þessi sjón hafi komið næturverði í opna skjöldu. Við biðjumst velvirðingar er meðfylgjandi mynd gæti farið fyrir hjartað á viðkvæmum sálum. Hér sést Einar gera vingott við sendil Domino's.

Komnar myndir

Allt að skee :P Jæja þá geta heimavistarbúar hætt að bíða eftir myndum af þeim skemmtunum sem haldnar hafa verið á vistinni í vetur því þær eru loksins komnar inn í safnið MYNDIR !! Svo minni ég á að ef þú villt koma e-u á framfæri við heimavistarráð endilega sendu póst á heimavistarrad@heimavist.is eða mættu bara á fund hjá okkur sem er haldinn á mánudagskvöldum kl 19:30