Gott jólahlaðborð

 Heimavistarráð þakkar fyrir góða mætingu á jólahlaðborðið sem haldiðvar í gærkvöldi. Við vonum að allir hafi skemmt sér vel og allir hafi verið ánægðir með úrslitiní jólaskreytingakeppninni. Heimavistarráð tilkynnti síðan um jólagjafirnar frá heimavistarráði til vistarinnarog í ár eru það nýtt sjónvarp sem er komið á þriðju hæð gömlu vistar ásamt tveimur nýjum og glæsilegum pool borðum í setustofuna. Hægt er að sjá mynd af svipuðu borði hér að neðan. Poolborðin verða síðan formlega vígð að loknum prófum í MA. Heimavistarráð :)

Minnum á jólahlaðborðið

Kæru heimavistarbúar Við minnum á jólahlaðborð heimavistarinnar sem haldið verður núna á fimmtudaginn 6.des Jólahlaðborðið stendur yfir frá klukkan 17:30 - 20:30. Á jólahlaðborðinu verða m.a. veitt verðlaun fyrir best skreytta ganginn á vistinni ásamt því að tilkynnt verður um jólagjöf heimavistarráðs til vistarinnar. Garðar bryti og hans fólk sjá svo um matargerðina og verða framandi og jafnframt þjóðlegir réttir á boðstólnum. Við minnum á að jólahlaðborðið er einungis fyrir vistarbúa og allir verða að vera prúðbúnir til að komast inn :) Heimavistarráð

Ný morgunverðarkort

Nú eru til sölu 10 máltíða morgunverðarkort í mötuneytinu. Kortin fást í afgreiðslu MA og einnig í mötuneytinu.Þau kosta aðeins 2900 krónur og hvetjum við alla til að nýta sér þetta frábæra tilboð. Mötuneytisráð

Jólahlaðborð heimavistar

Líkt og undanfarin ár verður veglegt jólahlaðborð haldið fyrir heimavistarbúa. Að þessu sinni verður veislan þann 6. desember næstkomandi. Skemmtiatriðin munu stytta gestum og gangandi stundir og verða verðlaun veitt fyrir skreytingakeppnina. Framandi en jafnframt þjóðlegir réttir verða á boðstólnum. Aðeins prúðbúnum vistarbúum veittur aðgangur.  Ástarkveðja, Heimavistar- og mötuneytisráð

Jólaskreytingakeppni! VÚHÚ!

Þá er komið að hinni árlegu jólaskreytingakeppni heimavistarinnar. Að venju verður keppt á milli ganga/hæða. Skreytingar skulu vera komnar upp þann 4. desember til að vera gildir þáttakendur í keppninni.Dómarar munu verða hinar guðdómlegu nöfnur í þvottahúsinu, Sigrún Svava og Svava. Eins og ævinlega eru vegleg verðlaun handa sigurvegurum. Verðlaunin verða veitt á jólahlaðborðinu þann 6. desember. Ykkar ástkæra, Heimavistarráð

Vistarbúar athugið

Ef þið hafið ómerktan þvott eða föt annarra inni á herbergi hjá ykkur þá vinsamlega farið með þau niður í þvottahús. Minnum á að einnig er mikið af ómerktum fötum og handklæðum í þvottahúsinu. Allir að muna að merkja þvottinn sinn! :) Kveðja Þvottahúskonur

Góð kvöldvaka

Heimavistarráð vill þakka fyrir góða mætingu á kvöldvökuna í síðustu viku. Það var frábær stemningog við hefðum að sjálfsögðu ekki getað þetta nema með ykkar hjálp! Það eru komnar frábærar myndir frá góða ljósmyndaranum okkar henni Jóhönnu :)Hvetjum alla til að skoða það undir Lífið á vistinni!-Heimavistarráð ;)

Frá þvottahúsinu

Stúlkurnar í þvottahúsinu vilja koma á framfæri að hjá þeim er allskonar smáhlutir í óskilum eins og belti,sokkar,nærföt, reimar og fleira og fleira, Einnig vilja þær benda á að það þurfi að merkja fötin betur og þó sérstaklega rúmföt og handklæði.Kveðja Brytinn góði

kvöldvaka

Jæja þá er komið að því :)Heimavistarráð ætlar að halda kvöldvöku þann 8. nóvember n.k. fyrir íbúa heimavistarinnar.Þar verður fjölbreytt dagskrá. Meðal annars spurningakeppni, leikir og hæfileikakeppni ásamt fjölmörgu öðru.En til þess að allt gangi upp þurfum við ykkar aðstoð.Lumar þú á duldum hæfileika?Griptu okkur glóðvolg á göngunum eða sendu einfaldlega rafræn skilaboð á póstfangið heimavistarrad@gmail.com (einstaklingar eða hópar).Kveðja Gömlu lummurnar

Mötuneyti

Mötuneytisfélagar athugiðMatsalurinn er eingöngu fyrir þá sem greiða fyrir mat í mötuneytinu.Ekki er ætlast til þess að þeir taki utanaðkomandi með sér í salinn.Einnig viljum við koma á framfæri að drukkur milli 15:00- 16:30 er eingöngu fyrir þá sem búa á heimavistinni.Mötuneytisráð