Ungmennahúsið á Akureyri er opið fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára

Viðvera skólahjúkrunarfræðings í MA og VMA

Auður Karen Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólahjúkrunarfræðings við MA og VMA og er það í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Auður verður með viðveru Í MA í viðtalsherbergi í Gamla skóla á fimmtudögum frá kl. 8 -13. Opinn viðtalstími hjúkrunarfræðings er frá kl. 10-11. Ekki þarf að panta tíma en velkomið er að senda fyrirspurn á  audur@ma.is eða mæta á staðinn. Auður verður með viðveru Í VMA á skrifstofu hjúkrunarfræðing í C-álmu (við hliðina á C09) á þriðjudögum frá kl. 8.30 - 9.30 og á miðvikudögum frá kl. 10.30 - 11.30. Ekki þarf að panta tíma en einnig er velkomið að senda fyrirspurn á  audur.karen.gunnlaugsdottir@vma.is eða mæta á staðinn. Bendum forráðamönnum og foreldrum á að þeim er jafnframt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðing.

Jöfnunarstyrkur námsmanna

Húsnæðisbætur fyrir íbúa Heimavistar

Framboð til Heimavistarráðs

Rýmiæfing/brunaæfing!

Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar. Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna. Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!

Ungmennahúsið í boði fyrir íbúa

Ungmennahúsið sem er staðsett í næsta nágrenni við heimavistina hefur störf 13. september n.k. og verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur frá kl. 14.00-22.00. Í boði er alls konar afþreying í góðri aðstöðu sem er ókeypis fyrir alla. Staðsett á efstu hæð í Rósenborg, Skólastíg 2.