Frá Menntasjóði námsmanna

Frá Menntasjóði námsmanna: Opnað verður fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk 1. september. Nemendur sækja um á Mitt LAN með rafrænum skilríkjum. Þeir nemendur sem ætla að stunda nám á bæði haustönn og vorönn , eru hvattir til að sækja um báðar annir í einu. Jöfnunarstyrkur skiptist í dvalarstyrk og akstursstyrk: Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Lögheimili má þó ekki vera í nágrenni skóla, sjá töflu um skilgreiningar á nágrenni skóla á heimasíðu sjóðsins. Akstursstyrkur er einnig fyrir þá nemendur sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur. Dvalarstyrkur er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til þess að geta stundað nám sitt, það er, þeir nemendur sem eru á heimavist og/eða greiða leigu. Nemendur verða að hafa gild tengsl við lögheimili en gild tengsl eru: Lögheimili er hið sama og foreldra/forráðamanns Sama lögheimili og maki (eða sambýlingur skv. skráðri sambúð í þjóðskrá) Sama lögheimili og barn/börn (senda kt. 1-2 yngstu barna) Eigandi að lögheimilishúsnæði –senda fasteignamatsvottorð Leigir lögheimilishúsnæði – senda þinglýstan leigusamning Nemendur verða að taka próf í 20 einingum.

Herbergjaskoðun er hjá íbúum aðra hverja viku, byrjum í næstu viku á gömlu vist

Aðra vikuna er skoðað á gömlu vist, og þá næstu á nýju vist. Íbúar skulu vera búnir að þrífa herbergin sín fyrir þann dag sem skoðunin fer fram. Fyrirkomulagið er svona sett upp: Aðra vikuna: • Mánudagur - 1. hæð nýja vist. • Þriðjudagur - 2. hæð nýja vist. • Miðvikudagur - 3. hæð nýja vist. • Fimmtudagur - 4. hæð nýja vist. • Föstudagur - 5. Og 6. hæð nýja vist. Hina vikuna: • Mánudagur - Baldursheimur, Sökkvabekkur, Fensalir. • Þriðjudagur - Miðgarður, Jötunheimar. • Miðvikudagur - Loftsalir, Ásgarður. • Fimmtudagur - Álfheimar, Útgarður.

Gangafundir fyrir íbúa á Heimavist MA og VMA verða mánudaginn 28. ágúst 2023.

Allir gangafundir verða á hverjum gangi / hæð fyrir sig á Nýju vist: Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30 Allir íbúar á 2. hæð kl. 16:45 Allir íbúar á 3. hæð kl. 17:00 Allir íbúar á 4. hæð kl. 17:15 Allir íbúar á 5. og 6. hæð kl. 17:30 Allir íbúar á Gömlu vist koma saman á Setustofunni. Nýjir íbúar á Gömlu vist kl. 17:45 Eldri íbúar á gömlu vist kl.18:15 Skyldumæting og nafnakall Hlökkum til að funda með ykkur 😊 Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Hvítir hjólaskápar á baðherbergi

Þeir íbúar á nýju vist sem vilja fá litla hjólaskápa til að hafa undir smádót á baðherberginu þufa að skrá sig í afgreiðslu. Skáparnir verða settir fyrir framan herbergin í næstu viku.

Móttaka íbúa MA

Móttaka íbúa Menntaskólans á Akureyri er sunnudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Skólasetning MA er mánudaginn 21. ágúst. Hlökkum til að sjá ykkur

Móttaka íbúa VMA

Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er miðvikudaginn 16. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og fimmtudaginn 17. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá föstudaginn 18. ágúst. Hlökkum til að sjá ykkur 😊

Skráning í mötuneyti

Minnum verðandi íbúa á að skrá sig í mötuneytið og er það gert hér á heimasíðunni  https://www.heimavist.is/motuneyti/umsokn-um-motuneyti Athugið að allir íbúar þurfa að vera skráðir í mötuneytið en hægt er að velja fæðisflokka o.s.frv.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa!

Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina. Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Sæng og kodda. Sængurver, koddaver og lök. Handklæði. Rúmteppi ef vill. Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott. Herðatré. Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Athugið að hlíðarlak þarf að vera á rúmdýnu og einnig lak frá íbúa. Íbúar fá þvottanet með tuskum og svampi. Íbúar fá þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig. Aðeins má hengja upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Bendum á að ekki er hægt að hengja upp ledborða. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er læst aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa, hjól o.s.frv.

Móttaka íbúa VMA og MA skólaárið 2023-2024

Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er miðvikudaginn 16. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og fimmtudaginn 17. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá föstudaginn 18. ágúst. Íbúar VMA ættu að fá samninga og önnur gögn frá okkur eftir helgina. Móttaka íbúa Menntaskólans á Akureyri verður sunnudaginn 20. ágúst og mánudaginn 21. ágúst. Samningar og önnur gögn berast rafrænt.