Íbúar verða að fá úthlutaðan tíma til að tæma og þrífa herbergin

Til að hægt verði að virða þær takmarkanir sem okkur er ætlað að halda þarf að skipuleggja þegar að íbúar koma á vistina til að sækja dótið sitt og til að ganga frá og þrífa herbergin. Íbúar geta ekki komið að ná í dótið á heimavistina nema að hafa fengið úthlutuðum tíma. Biðjum ykkur að senda póst á rosa@heimavist.is, eða thora@heimavist.is.

Tilkynning til íbúa VMA sem eru boðaðir í skólann 4. maí n.k.

Þeir íbúar VMA sem hafa verið boðaðir í skólann mánudaginn 4. maí geta komið á vistina sunnudaginn 3. maí kl. 17. Munum 2 metra regluna á stóra heimilinu!

Tilkynning frá mötuneytinu til íbúa sem eru boðaðir í VMA eftir samkomubannið!

Hægt verður að kaupa stakar máltíðir en ganga verður frá pöntun fyrir 4. maí.á bryti@ma.is Matartímar verða eftirfarandi: Morgunmatur frá kl. 7.15-9.00. Hádegismatur frá kl. 11.30-12.00. Kvöldmatur frá kl. 17.30-18.00.

Varðandi komu íbúa á heimavist til að tæma og þrífa herbergin

Til að hægt verði að virða þær takmarkanir sem okkur er ætlað að halda þarf að skipuleggja þegar að íbúar koma á vistina til að sækja dótið sitt og til að ganga frá og þrífa herbergin. Íbúar geta ekki komið að ná í dótið á heimavistina nema að hafa fengið úthlutuðum tíma. Bendum íbúum á að allir eiga að hafa fengið sent bréf í tölvupósti með nánari upplýsingum.

Heimavistin opnuð 4. maí með ákveðnum takmörkunum!

Eins og fram hefur komið verður aflétting á samkomubanninu 4. maí n.k. tekin í skrefum. Okkur er heimilt að hafa 50 einstaklinga í húsi í einu og að virða verður 2 metra regluna. Framhaldsskólarnir hafa heimild til að taka til starfa með þessum takmörkunum. Eins og gefur að skilja getum við ekki tekið við öllum íbúum í einu og þarf því að skipuleggja starfsemina í húsnæðinu þegar við náum að opna 4. maí. Framhaldsskólarnir munu funda fljótlega og láta okkur vita hvernig þeir sjá fyrir sér starfsemina út önnina. Í framhaldi getum við tilkynnt um hvernig við skipuleggjum starfsemina í húsnæði heimavistarinnar þegar við opnum 4. maí.

Tilkynning frá Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri

Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri Í ljósi fordæmalausra aðstæðna af völdum Covid-19 hefur Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri verið lokað frá 16. mars 2020. Endurgreitt verður fyrir þær vikur sem lokað er í mötuneytinu og því óskum við eftir greiðsluupplýsingum svo hægt sé að fara í endurgreiðsluaðgerðir. Eftirfarandi upplýsingar óskast sendar á netfangið fjarmalastjori@ma.is: - Nafn og kennitala mötuneytisfélaga. - Kennitala og reikningsnúmer fyrir endurgreiðslu. Fyrir hönd Mötuneytis Menntaskólans á Akureyri Ragnar Hólm Ragnarsson Fjármálastjóri MA

Opið fyrir umsóknir næsta skólaár til 10. júní!

Við höfum opnað fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2020-2021. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Samkomubann framlengt til 4. maí!

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur samkomubann verið framlengt til 4. maí n.k. Við gerum ráð fyrir að opna heimavistina um leið og við höfum fengið leyfi til þess frá stjórnvöldum.