Lokað á heimavistinni um páskana.

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 8. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. apríl. Kennsla hefst í báðum skólum þriðjudaginn 19. apríl og verður heimavistin opnuð eftir páskafrí mánudaginn 18. apríl kl. 12.

Opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár 2022-2023.

Höfum opnað fyrir umsóknir næsta skólaár 2022-2023. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Spilakvöld fyrir íbúa !

Spilakvöld verður fyrir íbúa miðvikudaginn 16. mars frá kl. 19-22 í setustofunni. Boðið verður upp á snakk og gos. Hlökkum til að sjá ykkur !

Frumsýning hjá LMA í dag !

Í dag frumsýnir leikfélag MA söngleikinn Heathers í Hofi. Um 60 nemendur koma að sýningunni. Næstu sýningar verða 12 og 13. mars og svo 17. og 18. mars. Miðasala er á mak.is

Frumsýning hjá Leikfélagi VMA á næstunni.

Leikfélag VMA frumsýnir laugardaginn 5. mars kl. 15 leikverkið Lísu í Undralandi. Fjölmargir nemendur taka þátt í uppsetningunni og er leikstjóri Sindri Swan. Miðasala er í fullum gangi en fjórar sýningar verða í boði. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu VMA.