Grunnskólanemendur í heimsókn á heimavistinni

Á hverju hausti fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri. Að þessu sinni komu nemendur frá Gunnskólanum á Raufarhöfn og Öxarfirði, Höfðaskóla, Þingeyjarskóla, Húnavallaskóla og Grunnskólanum á Blönduósi. Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er. Kærar þakkir fyrir komuna. Fleiri myndir eru á facebook síðunni okkar - Heimavist MA og VMA

Ástráður félag læknanema með fræðslu fimmtudagskvöldið 1. mars kl. 20

Fimmtudagskvöldið 1. mars nk. kl. 20.00 ætla nokkrir 2. árs læknanemar að vera með fræðslu á setustofunni fyrir íbúa heimavistarinnar. Læknanemarnir eru á vegum „Ástráðs“ félags læknanema um forvarnarstarf. Rætt verður t.d. um kynheilbrigði, ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma. Hvetjum íbúa að nýta tækifærið til að hitta læknanemana til að fræðast og forvitnast.

Nýr kynningarbæklingur um VMA

Nýr kynningarbæklingur um það fjölbreytta nám sem í boði er í VMA er nú aðgengilegur á netinu. Hægt er að nálgast hann hér.

Vöfflukaffi Heimavistarráðs þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20

Heimavistarráð ætlar að bjóða íbúum upp á vöfflukaffi í kvöld þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20 í matsalnum.

Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2017 verður fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2016/2017 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2016/2017. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.