Tónlistarkvöldvaka

Næstkomandi miðvikudagskvöld 2.apríl verður haldin tónlistarkvöldvaka á heimavistinni. Fyrirkomulagið verður hvorki flókið né formlegt heldur munu þeir sem vilja koma fram og spila lög eða syngja einungis þurfa að skrá atriðið niður á blað í anddyrinu. Ekki verður formlegur kynnir heldur munu atriðin rúlla áfram og hvetjum við alla tilvonandi tónlistarmenn til að taka þátt. Þeir sem vilja spila eða syngja sjálfir útvega allt sem þarf í atriðið. Planið er að gera þetta að notalegri kvöldstund þar sem menn geta annað hvort hlustað á harðasta rokk eða mildan jazz og borðað snakk og popp í góðra vina hópi. Nánar síðar !

Gleðilega páska

  Gleðilega páska alllir saman og hafið það gott yfir hátíðina. Hittumst hress á ný eftir páska !

Áframhaldandi poolmót

  Haldið verður áfram með Poolmót þriðjudagskveldið 11.mars Leikar hefjast klukkan 18:00 og standa fram eftir kveldi þar til einn maður stendur uppi sem sigurvegari. Keppendur eru hvattir til að kynna sér hvenær þeir eiga leik á tímatöflu niðri lobbýi sem og uppí setustofu. Svo auðvitað hvetjum við fólk til að kíkja uppí setustofu meðan leikar standa og fylgjast með. Fyrir hönd Heimavistarráðs Hjálmar&Ómar

Poolmót hefst á morgun

  Búið er að draga keppendur saman í fyrstu umferð mótsins og hefst hún á morgun. Þeir sem skráðu sig eru hvattir til að fara fram í anddyri og sjá hvenær þeir eiga að keppa og á móti hverjum. Keppendur verða sjálfir að bera ábyrgð á að mæta í sinn leik. Dómarar verða Ómar Eyjólfs og Hjálmar úr heimavistarráði. Öllum vistarbúum er velkomið að horfa á. Góða skemmtun !

Tapað / Fundið

Ipod spilari fannst í þvottahúsinu. Ef einhver saknar hans getur hann vitjað hans þar !