Reglur á próftíma taka gildi 5. desember

Næðistími á Heimavistinni hefst 5. desember. - Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. - Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. - Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. - Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega alls ekki valda ónæði. - Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 899-1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófum og verkefnum. Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Jólahlaðborð Heimavistarráðs miðvikudaginn 3. desember

Jólastemmning á setustofunni - fimmtudag kl. 20

Heimavistarráð stendur fyrir jólakvöldi á setustofunni á fimmtudagskvöldið, 27. nóvember kl. 20. Boðið verður upp á að skreyta piparkökur🎄

Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi um áramót

Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA íbúum er 30. nóvember n.k. Gildir aðeins fyrir þá íbúa sem hætta námi um áramót. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir annarskil. Best er að senda tölvupóst. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn í tölvupósti um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is

Búið er að opna fyrir umsóknir um Heimavist á vorönn 2026

Minnum á að hægt að sækja um heimavist fyrir vorönn 2026. Sótt er um á heimasíðunni www.heimavist.is og í kjölfarið verður haft samband við umsækjendur. Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar hjá okkur þurfa ekki að sækja um. Vinsamlega athugið að sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2026 er dagana 1. nóvember til 1. desember. Eftir það munum við vinna úr umsóknum um Heimavist.

Lyftan á nýju vist verður óvirk dagana 11.-16. nóvember

Lyftan á nýju vist verður óvirk dagana 11.-16. nóvember nk. vegna viðhalds og viðgerða.