Nýtt heimavistarráð - kosið í embætti

Á fyrsta fundi heimavistarráðs sem haldinn var sl. þriðjudag var kosið í embætti og sést hér að neðan hvernig raðast í embætti: Formaður - Sigurður Sigurjónsson Varaformaður - Bjartur Elí Egilsson Skemmtanastjóri - Dagbjört Ýrr Gísladóttir Vefstjóri - Anna Dagbjört Styrmisdóttir Ritsjóri - Inga Freyja Price Þórarinsdóttir Starfsfólk Heimavistar óskar þeim til hamingju með nýju embættin og góðs gengis og samstarfs í vetur.

Kosið í heimavistarráð

Kosning í Heimavistarráð fór fram í vikunni og munu nýju fulltrúarnir halda fund á næstu dögum og raða í embætti. Nýja Heimavistarráðið er sem hér segir í stafrófsröð: Anna Dagbjört Styrmisdóttir Bjartur Elí Egilsson Dagbjört Ýr Gísladóttir Díana Mirela Turca Inga Freyja Price Þórarinsdóttir Jón Bjarni Sindrason Sigurður Sigurjónsson Starfsfólk Heimavistarinnar óskar nýju Heimavistarráði til hamingju með kosninguna og þakkar öllum þeim sem voru í framboði.

Skólaheimsóknir

Í tengslum við skólaheimsóknir í MA og VMA komu um 180 nemendur frá þrettán skólum í nágrannabyggðalögunum í heimsókn. Krakkarnir sem flest voru í 10. bekk fengu kynningu á heimavistinni og var boðið upp á hressingu á setustofunni.