Húsnæðisbætur

Afrit af húsaleigusamningum íbúa og staðfesting á skólavist fer í póst eftir helgi. Gögnin eru notuð við að sækja um húsnæðisbætur. Ef íbúi er undir lögaldri er sótt um húsnæðisbætur til skrifstofu viðkomandi sveitarfélags þar sem íbúinn á lögheimili. Ef íbúi er orðinn lögráða sækir viðkomandi um rafrænt á www.husbot.is Hvetjum íbúa og forráðamenn að sækja um sem fyrst.

Skipulag á þvottatímum í þvottahúsinu

Það er að fjölga á stóra heimilinu og því nauðsynlegt að bæta við einum lit í hólfin góðu sem skipta húsnæðinu. Í kjölfarið er nú komið nýtt skipulag á þvottatímum í þvottahúsinu. Hér má sjá nýtt skipulag.

Nýtt skipulag á matmálstímum

Það er að fjölga á stóra heimilinu og því nauðsynlegt að bæta við einum lit í hólfin góðu sem skipta húsnæðinu. Blái liturinn tilheyrir 5. og 6. hæð. Þeir íbúar sem voru komnir í hús á 5. hæð fá nýjan lit á lyklakortið og gangurinn merktur upp á nýtt. Biðjum alla að virða þessar breytingar sem eru nauðsynlegar.

Hjúkrunarfræðingur á vakt í dag!

Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í dag frá kl. 16.00-17.00. Hannesína verður hjá okkur á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00-17.00 meðan að hertar reglur gilda vegna COVID og verður með aðstöðu í anddyrinu. Hannesína mun fara inn á herbergi viðkomandi en ef það hentar ekki verður hún með séraðstöðu fyrir íbúa á nýju vist og eins á gömlu vist. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611

Móttaka MA íbúa (3. bekkur) miðvikudaginn 26. ágúst e.h.

Miðvikudaginn 26. ágúst e.h. tökum við á móti MA íbúum (3. bekkur). Íbúar hafa fengið tölvupóst með nánara skipulagi og tímasetningu á móttöku. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á úthlutuðum tíma geta haft samband í síma 899 1607 og fengið nýjan tíma úthlutað.

Vaktsíminn - svarað allan sólarhringinn

Minnum á að hægt er að hringja í vaktsímann allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602

Skipulag á matmálstímum í mötuneytinu um helgar

Hér kemur skipulag á matmálstímum í mötuneytinu um helgar meðan að þessar aðstæður vara á heimavistinni vegna COVID. Athugið að þetta gildir bara um helgar. Laugardaga og sunnudaga Morgunverður (brunch) Rauður - frá kl. 11.00 - 11.30 Grænn - frá kl. 11.45 - 12.15 Svartur - frá kl. 12.30 - 13.00 Kvöldmatur Rauður - frá kl. 18.00 - 18.15 Grænn frá kl. 18.25 - 18.40 Svartur frá kl. 18.50 - 19.00

Skipulag á þvottatímum í þvottahúsinu

Á þessum sérstæðum tímum verður líka að hafa skipulag við þvottatíma í þvottahúsinu svo hægt sé að virða reglur vegna Covid. Við höldum áfram að nota litina góðu sem nú skipta stóra heimilinu í hólf 🙂 Skipulag á þvottatímum: Kl. 7.30 - 11 Mánudagar - Rauður Þriðjudaga - Grænn Miðvikudaga - Svartur Fimmtudaga - Grænn Föstudaga - Svartur kl. 13 -16 Mánudaga - Svartur Þriðjudaga - Rauður Miðvikudaga - Grænn Fimmtudaga - Rauður

Stranglega bannað að fara á milli smit-hólfa á vistinni

Bendum íbúum á að það er strangleg bannað að fara á milli smit-hólfa á heimavistinni (merkt með litum á lyklakorti og á göngum). Íbúar verða að virða þessa reglu ef þeir ætla að dvelja á heimavistinni.

Heimavistin er aðeins opin fyrir íbúa

Því miður geta íbúar ekki boðið gestum í heimsókn vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna COVID -19