Netið

Kæru íbúar. Þar sem settur hefur verið upp nýr eldveggur gæti verið lokað fyrir vefsíður og port sem mega vera opin. Þeir sem óska eftir að netsíður og port sem eru lokuð verði opnuð, vinsamlegast sendið netslóðir og portnúmer til Sigmundar á netfangið sigmundur@heimavist.is Opnað verður fyrir þær síður sem þjónustuaðilar á Þekkingu telja að séu í lagi.

Brunaæfing á heimavist á næstu dögum

Á næstu dögum verður haldin brunaæfing á Heimavist MA og VMA. Mjög mikilvægt er að allir íbúar heimavistarinnar taki þátt í æfingunni.

Heimavistarráð MA og VMA skólaárið 2012-2013

Nýtt Heimavistarráð fyrir skólaárið 2012-2013 hefur tekið til starfa. Heimavistarráðið skipa eftirtaldir: Ólöf Sigurðardóttir forseti, Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir varaforseti, Sandra Haraldsdóttir ritari, Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir vefstjóri, Ágúst Gestur Guðbjargarson skemmtanastjóri, Ingibjörg Bjarnadóttir skemmtanastjóri og Pálmi John Price Þórarinsson lukkudýr.

Frá þvottahúsi

Íbúar á heimavist athugið – þvottalyklar bíða ykkar! Minnum íbúa á að sækja þvottahúslykla til Sigrúnar og Svövu í þvottahúsinu. Íbúar eru þegar búnir að greiða fyrir lyklana.