Gangafundir með íbúum heimavistarinnar

Almennir fundir heimavistar s.k. gangafundir þar sem farið er yfir reglur og ýmis praktísk atriði með íbúum eru haldnir á hverju ári í upphafi haustmisseris. Nú þegar er búið að funda með íbúum á nýju vistinni og í kvöld verður fundað með íbúum gömlu vistarinnar. Líkt og fram kemur í reglum heimavistarinnar er skyldumæting á fundina.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA íbúa fimmtudaginn 12. september 2013

Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun fimmtudaginn 12. september frá klukkan 13:00 til 21 og föstudaginn 13. september frá klukkan 08:30 til 20. Stundatöflur nemenda verða afhentar föstudaginn 13. september. Þeir íbúar sem ekki hafa tök á að koma á ofangreindum tíma geta innritað sig og fengið lykil á sunnudeginum frá kl. 15.-18.

Kynningarfundur fyrir nýja íbúa á heimavistinni

Minnum á stuttan kynningarfund fyrir nýja íbúa á heimavistinni í kvöld þriðjudaginn 3. september kl. 19.30. Fundurinn verður haldinn í setustofunni.