Ibúar heimavistar - við brottför

Kæru íbúar! Áður en þið skilið af ykkur herbergi og lyklum í vor þarf að þrífa herbergið mjög vel. Leiðbeiningar “tékklista” og ræstiefni fáið þið hjá starfsmanni í anddyri. Skila þarf tékklistanum og lykli til starfsmanns við brottför. Þrífa þarf herbergið samviskusamlega og skila því eins og það var við komuna á heimavistina. Góða ferð út í sumarið! Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Starfsfólk við alþrif

Heimavistin leitar að starfsfólki tímabundið í störf við alþrif í vor frá 22. maí - 12. júní, hvort heldur er allan tímann eða hluta tímans. Nánari upplýsingar veitir Rósa María Björnsdóttir þjónustustjóri; rosa@heimavist.is eða í síma 899 1607.

Opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár.

Höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Gleðilegt sumar

Við óskum íbúum gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Gleðilega páska

Kæru íbúar. Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 8. apríl og opnuð eftir páskafrí mánudaginn 17. apríl kl. 12:00 Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. lokaðir gluggar, engin rafmagnstæki í sambandi, ísskápur tæmdur og allt rusl út í gáma. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Páskabingó Heimavistarráðs

Páskabingó Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 5. apríl kl. 20 á setustofunni. Fullt af veglegum vinningum í boði og frítt fyrir alla íbúa!