Tónlistaraðstaða

Öllum íbúum heimavistar stendur til boða aðstaða til að æfa á hljóðfæri í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Í stofu G22 er píanó og á miðsal skólans er flygill. Stofur G1 og G21 eru ætlaðar fyrir önnur hljóðfæri. Nemendur skrá sig á stundatöflur sem hanga á korktöflu á s.k. langa gangi í Gamla skóla. Hægt er að hafa samband við húsvörð ef eitthvað er óljóst.

Próftími á heimavist

Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Húsaleigubætur

Minnum íbúa á að endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur á nýju ári. Umsókninni þarf að fylgja staðfesting á skólavist.

Heimavist MA og VMA opnar nýja heimasíðu

Ný heimasíða Heimavistar MA og VMA hefur verið opnuð. Markmiðið er að heimasíðan verði lifandi, fróðleg og skemmtileg og eru nemendur og foreldrar hvattir til að taka þátt í mótun hennar. Enn er verið að vinna í nokkrum hlutum síðunnar en það er von okkar að með samstilltu átaki takist að ljúka gerð hennar á næstunni. Hægt er að senda ábendingar á netfangið heimavist@heimavist.is.