Munum að tilkynna ef íbúar eru lasnir!

Minnum íbúa og forráðamenn á að láta starfsmann á vakt vita ef íbúar eru lasnir. Vaktsíminn er 899 1602 eða 455 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.

Nýr kynningarbæklingur um námsframboð í VMA

Eins og fram kemur á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri er nýbúið að gefa út bækling um það víðtæka og fjölbreytta nám sem í boði er, hvort heldur er í bóknámi eða verknámi. Hægt er að nálgast bæklinginn hér

Minnum á skíða- og brettageymsluna!

Nú þegar Hlíðarfjall hefur opnað í vetur með takmörkunum þó, þá viljum við benda íbúum á að þeir geta geymt skíði og bretti og annan búnað í sérstakri læstri aðstöðu sem einnig er með myndavél. Geymslan er merkt og er í kjallara gömlu vistar. Lykill íbúa gengur að geymslunni. Sprittstöð er við geymsluna!

Mötuneytið

Mötuneytið getur núna tekið við 30 íbúum í senn vegna covid. Íbúar mæta út frá því hvar þeir búa á vistinni. Minnum einnig á að grímuskylda er utan síns herbergis og passa þarf uppá fjarlægðarmörk. MORGUNMATUR Gamla vist kl. 7.00 - 7.15 Nýja vist: 1. og 2. hæð kl. 7.20 – 7.35 3. og 4. hæð kl. 7.40 – 7.55 5. og 6. hæð kl. 8.00 – 8.15. Gamla vist kl. 8.20 – 8.30 Nýja vist: 1. og 2. hæð kl. 8.35 – 8.45 3. og 4. hæð kl. 8.55 – 9.05 5. og 6. hæð kl. 9.10 – 9.20. KVÖLDMATUR Gamla vist kl. 17.45 – 18.10 Nýja vist 1. og 2. hæð kl. 18.15 – 18.40 3. og 4. hæð kl. 18.45 – 19.10 5. og 6. hæð kl. 19.15 – 19.40. MORGUNMATUR - HELGAR Gamla vist kl. 11.00 – 11.25 Nýja vist: 1. og 2. hæð kl. 11.30 – 11.55 3. og 4. hæð kl. 12.00 – 12.25 5. og 6. hæð kl. 12.30 – 12.55 KVÖLDMATUR - HELGAR Gamla vist kl. 18.00 – 18.15 Nýja vist: 1. og 2. hæð kl. 18.20 – 18.35 3. og 4. hæð kl. 18.40 – 18.55 5. og 6. hæð kl. 19.00 – 19.15

Opnun á nýju ári!

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar fimmtudaginn 7. janúar kl. 12. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂