Heimavistin verður lokuð yfir jól og áramót

Heimavistin verður lokuð yfir jól og áramót. Við lokum húsnæðinu kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 19. desember og opnum aftur eftir jólafrí sunnudaginn 3. janúar kl. 12:00.

Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi um áramót.

Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá íbúum MA og VMA er 30. nóvember n.k. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið maria@heimavist.is Aðrir íbúar eru með húsaleigusamning til vors.

Hjúkrunarfræðingur á vakt á mánudögum og fimmtudögum

Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í dag frá kl. 16.00-17.00. Hannesína verður hjá okkur á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00-17.00 meðan að hertar reglur gilda vegna COVID og verður með aðstöðu í anddyrinu. Hannesína mun fara inn á herbergi viðkomandi en ef það hentar ekki verður hún með séraðstöðu fyrir íbúa á nýju vist og eins á gömlu vist. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611

Grímuskylda !

Grímuskylda ! Nú þurfa allir íbúar að vera með grímu á heimavistinni utan síns herbergis.