Gleðilegt sumar!

Nú eru allir íbúar okkar farnir út í sumarið eftir skólaárið. Minnum á að umsóknarfrestur um heimavistina fyrir næsta skólaár er til 10. júní. Sækja þarf um heimavistina á heimasíðunni okkar heimavist.is - það gildir bæði fyrir þau sem eru ný og þau sem hafa verið hjá okkur áður. Takk fyrir veturinn og njótið sumarsins😊 Athugið að ef sótt er um eftir að umsóknarfrestur er liðinn, eftir 10. júní, þá fara þær umsóknir á biðlista og verða afgreiddar síðar.

Frá þvottahúsinu

Íbúar vinsamlegast athugið að síðasti dagur til að fara með óhreinan þvott í þvottahúsið er á mánudaginn, 26. maí. Íbúum sem eru að halda út í sumarið er bent á að fara í þvottahúsið og skila þvottaneti og lykli niðri fyrir framan þvottahúsið og fylla út miða, því þannig er hægt að fá endurgreitt 3.000,- fyrir lykil og 1.000,- fyrir þvottanet. Gott að athuga með óskilamuni í leiðinni og ekki gleyma að tæma skápinn sinn.

Baðskápar á hjólum - vinsamlegast skilið þeim hreinum

Íbúar vinsamlegast athugið. Þau ykkar sem hafa haft í láni hvíta baðskápa á hjólum eru beðin um að skila þeim hreinum og skilja eftir fyrir framan herbergið ykkar við brottför. Takk fyrir 😊

Munið eftir að kíkja í þvottahúsið!

Íbúum sem eru að halda út í sumarið er bent á að fara í þvottahúsið og skila þvottaneti og lykli niðri fyrir framan þvottahúsið og fylla út miða, því þannig er hægt að fá endurgreitt 3.000,- fyrir lykil og 1.000,- fyrir þvottanet. Gott að athuga með óskilamuni í leiðinni og ekki gleyma að tæma skápinn sinn. Óhreinar hlífðardýnur eiga að fara niður í merkta körfu við brottför.

Brottför af heimavist - skil á herbergi

Kæru íbúar ! Nú eru einhverjir íbúar þegar farnir að skila af sér herbergjum og halda út í vorið. Við minnum alla á að þrífa herbergin samviskusamlega og skila þeim eins og þeir tóku við þeim við komuna á stóra heimilið. Áður en þið farið heim, vinsamlegast: • Nálgist gátlista í afgreiðslu vegna herbergisþrifa • Sækið vagn með ræstivörum • Skilið lykli/korti af herbergi • Skilið þvottahúslykli og neti í þvotthús • Hafið alltaf samband við starfsmann við brottför. Óhreinar hlífðardínur, brúsar með þrifaefnum og fægiskófla og kústur (þrifið og hreint) niður á móttöku. Á nýju vist: Þau sem hafa fengið hvíta hjólavagna - skilið þeim hreinum fyrir framan herbergið ykkar. Gangi ykkur vel í prófum/námsmatsverkefnum Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Reglur á próftíma taka gildi 8. maí

Næðistími á Heimavistinni hefst 8. maí - Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. - Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. - Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. - Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega alls ekki valda ónæði. - Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 899-1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófum og verkefnum. Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA