Gangafundir þriðjudaginn 5. september og miðvikudaginn 6. september

Þriðjudaginn 5. september og miðvikudaginn 6. september verða s.k. gangafundir á heimavistinni. Fundirnir eru upplýsingafundir fyrir íbúa þar sem farið er yfir ýmsar reglur og annað sem er ganglegt fyrir íbúana að vita af. Þá eru gangafundir einnig tækifæri til að sjá hverjir eru nágrannar og eins hverjir búa í næsta nágrenni, en fundunum er skipt niður eftir göngunum/hæðunum á nýju vist og síðan göngunum á gömlu vist. Tímasetningar á fundunum verða hengdar upp á nýju og gömlu vist og við minnum á að það er skyldumæting á fundinn. Hlökkum til að hitta alla nýja og eldri íbúa og eiga góða stund saman

Heimavistin á facebook

Bendum á að við erum á facebook - Heimavist MA og VMA. Þar setjum við inn ýmsar upplýsingar og fréttir af starfseminni. Endilega að fylgjast með!

Móttaka íbúa MA

Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun íbúa MA miðvikudaginn 30. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og fimmtudaginn 31. ágúst frá klukkan 08:30 til 18. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa á heimavist

Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Sæng og kodda. Sængurver, koddaver og lök. Handklæði og rúmteppi ef vill. Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott. Herðatré. Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig. Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Mikilvægt er að passa upp á að skemma ekki gólfefni og húsgögn við flutningana. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.

Laus pláss í vetur!

Örfá laus pláss í vetur! Eigum laus pláss á heimavistinni í vetur vegna forfalla. Áhugasamir sækja um á heimavist.is

Styttist í opnun heimavistar fyrir íbúa VMA

Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun íbúa VMA fimmtudaginn 17. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og föstudaginn 18. ágúst frá klukkan 08:30 til 18. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.