Umsóknarfrestur er til 7. júní fyrir næsta skólaár

Nú eru allir íbúar okkar farnir út í sumarið eftir skólaárið. Minnum á að umsóknarfrestur um heimavistina fyrir næsta skólaár er til 7. júní. Sækja þarf bæði um heimavistina og mötuneytið hér á heimasíðunni. Njótið sumarsins😊

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Brautskráning verður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag og hefst athöfnin kl. 10:00. Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Frá þvottahúsinu

Íbúar vinsamlegast athugið að síðasti dagur til að fara með óhreinan þvott í þvottahúsið er á föstudaginn, 24. maí.  Íbúum sem eru að halda út í sumarið er bent á að fara í þvottahúsið og skila þvottaneti og lykli niðri fyrir framan þvottahúsið og fylla út miða, því þannig er hægt að fá endurgreitt 3.000,- fyrir lykil og 1.000,- fyrir þvottanet. Gott að athuga með óskilamuni í leiðinni og ekki gleyma að tæma skápinn sinn.

Opið fyrir umsóknir

Minnum á að það er opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2024-2025 til 7. júní n.k. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist

Baðskápar á hjólum

Íbúar vinsamlegast athugið. Þau ykkar sem hafa haft í láni hvíta baðskápa á hjólum eru beðin um að skila þeim hreinum og skilja eftir fyrir framan herbergið ykkar við brottför. Takk fyrir 😊

Reglur á próftíma taka gildi 10. maí

Næðistími á Heimavistinni hefst 10. maí

Pylsugrill fyrir íbúa í kvöld - mánudagskvöld

Í kvöld verður boðið upp á grillaðar pylsur fyrir alla íbúa Heimavistarinnar. Fyrir alla íbúa - óháð því hvort íbúi er skráður í kvöldmat eða ekki.