Próftími

Reglur á próftíma • Próftími hefst þriðjudaginn 30. apríl kl. 14:00 • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn • Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur • Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00 • Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar • Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði • Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð • Reglulegum próftíma líkur 15. maí kl. 14:00. Sjúkrapróf eru 16. og 17. maí og eru íbúar beðnir um að sýna tillitssemi. • Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði Sýnum öll tillitsemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Gleðilegt sumar

Kæru heimavistarbúar Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Umsókn um Heimavist MA og VMA fyrir skólaárið 2013-2014

Umsókn á heimavistina fyrir skólaárið 2013 - 2014 er tilbúin, sjá UMSÓKN UM HEIMAVIST. Umsóknarfrestur er til 10. júní.

Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri

Þeir sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn gest á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 16. apríl. Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni. Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt. Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Kvöldvaka heimavistarráðs þriðjudagskvöldið 16. apríl

Heimavistarráð stendur fyrir kvöldvöku þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 20. Kvöldvakan er ætluð íbúum heimavistar og verður hún haldin í Kvosinni samkomusal MA. Á kvöldvökunni verður boðið upp á fjölbreytt heimatilbúin skemmtiatriði auk þess sem kosið verður um herra og frú heimavist. Veitingar verða í boði heimavistarráðs. Hvetjum alla íbúa til að missa ekki af skemmtilegri kvöldstund.