Próftími á heimavist

Próftími á Heimavist MA og VMA hefst 1. des. kl. 14:00. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Jólahlaðborð Heimavistarráðs 2012

Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið fimmtudaginn 29. nóvember frá kl. 17.30-1930. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil og eru íbúar hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði.

Snæbjörn matreiðslumeistari sigraði

Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Mötuneyti MA sigraði fyrir Íslandshönd í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi í dag. Keppendur voru matreiðslumenn sem starfa í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum. Keppendur þurftu að elda fyrir 10 manns, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki. Við óskum Snæbirni til hamingju með sigurinn.

Minnum íbúa á að tilkynna veikindi

Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í vaktsíma 899 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.

Bíókvöld miðvikudaginn 7. nóvember

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi miðvikudagskvöldið 7. nóvember kl. 20 í setustofunni. Allir íbúar hvattir til að mæta.

Næturgestir á próftíma

Próftími hefst laugardaginn 1. desember kl. 14:00. Frá þeim tíma og til 14. des. er ekki heimilt að hafa næturgesti

Próftími í desember

Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Reglur heimavistarinnar á próftíma

Reglur á próftíma Próftími hefst laugardaginn 1. desember kl. 14:00 Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00 Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð Reglulegum próftíma líkur 14. des. kl. 14:00. Íbúar eru líka beðnir um að sýna tillitssemi meðan á sjúkraprófum stendur dagana 17.-18. des. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði Sýnum öll tillitsemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA