Jólaskreytingakeppni

Jæja kæru íbúar ! Nú þegar senn líður að jólum, þá höfum við ákveðið að halda jólaskreytingakeppni. Bæði ætlum við að hafa keppni milli hurða og ganga. Við vitum alveg að einhverjir VMA-ingar eru farnir í jólafrí, en það eru samt mjög margir enn á vistinni svo nóg af fólki til að taka þátt í þessari keppni :D Hún virkar einfaldlega þannig að þið skreytið hurðina ykkar(og ganginn einnig).. Reynum að gera "kózý"jólastemningu á vistinni, svona til að koma okkur öllum í jólaskap, því við vitum að það er sumum mjög erfitt að vera ekki heima í öllum jólaundirbúningnum. Jólaknús, heimavistarráð.

Jólahlaðborð

Kæru íbúar. Hið árlega jólahlaðborð Heimavistar verður haldið 3.des. næst komandi. Það hefst klukkan 18:00 og stendur u.þ.b til 20:00. Það verður margt girnilegt, framandi og gott á borðum og við hvetjum ykkur öll til þess að mæta ! Reyndar eru VMA-ingarnir byrjaðir í prófum, en hvað er betra en að taka sér smá frí frá prófalestri og kíkja niður í mötuneyti og renna í jólaskapið með félögunum og fitna af góðum mat? Við verðum búin að skreyta salinn og að sjálfsögðu verður jólatónlist. Þannig að við biðjum bara sem flesta á heimavist að mæta og hafa notalega stund með okkur öllum! Jólakveðja, heimavistarráð.    ATH!! Snyrtilegur fatnaður er skylda! Þeir sem ekki mæta í snyrtilegum fötum fá ekki að borða.. ! :D    

Kæru íbúar !

Halló halló elskurnar okkar, Nú er illt í efni! Svo virðist sem fötin okkar bara strjúki burt. Ef þú rekur flóttafataheimili inná herberginu þínu, þá minnum við á það að fötunum þykir voða vænt um Sigrúnu og Svövu í þvottahúsinu, þeim þykir voða vænt um þau. Þannig að ef þú finnur föt sem þú átt ekki, hvort sem að þau hafi óvart lent í hólfinu þínu eða þig hefur vantað föt á djammið þá væri alveg yndislegt að þú gætir bara skilað þeim aftur í þvottahúsið. Sumir, ef ekki lang flestir eiga mjög dýr föt, og þó að þú fáir 13.000 kr. peysu fría í hólfið þitt er það ekkert sniðugt ef þú týnir svo 26.000 kr. gallabuxnum í staðinn.   Nú ef einhver er feiminn, hefur t.d. fengið vitlausar nærbuxur þá þarf enginn að vita af því, sá hinn sami getur bara rennt því í gegn með hinum þvottinum.  Kveðja, Heimavistarráð sem vill ekki enda nakið fyrir jól :)    

Uppsagnir á húsaleigusamningum!

  Íbúar sem hætta um annarskil. Athygli er vakinn á því að uppsagnarfrestur húsaleigusamninga við annarskil er einn mánuður m.v. næstu mánaðarmót frá uppsögn samningsins. Þetta á eingöngu við þá nemendur sem hætta námi. Nemendur sem vita nú þegar að þeir hætta námi í lok yfirstandandi annar eiga að senda inn skriflega uppsögn sem fyrst (einum mánuði fyrir annarlok). VMA íbúar. VMA-íbúar sem eru að hætta námi í lok desember eiga að skila skriflegri uppsögn núna í nóvember til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir að þeir eru fluttir af görðunum. Þeir VMA-íbúar sem munu hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðra í desember þegar niðurstaða annarprófa er ljós. Við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum/áramótum og þeir munu því þurfa að greiða húsaleigu fyrir janúar. MA íbúar. MA-íbúar sem eru að hætta námi í lok janúar eiga að skila skriflegri uppsögn í desember til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir að þeir eru fluttir af görðunum. Þeir MA-íbúar sem munu hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðra í janúar þegar niðurstaða annarprófa er ljós.  Við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum og þeir munu því þurfa að greiða húsaleigu fyrir febrúar

Open Mic night !

  Á miðvikudaginn 18. NÓV verður Open-Mic night í setustofunni! Allar græjur verða á staðnum, svo það eina sem þú þarft að hafa með þér er hljóðfæri eða röddina. Að sjálfsögðu mega allir koma þó þeir ætli sér ekki að spila eða syngja, snakk og drykkir verða á svæðinu. Mætum klukkan 20:00 og höfum þetta svolítið kósí!  

Open Mic night !

          Á miðvikudaginn verður Open-Mic night í setustofunni! Allar græjur verða á staðnum, svo það eina sem þú þarft að hafa með þér er hljóðfæri eða röddina. Að sjálfsögðu meiga allir koma þó þeir ætli sér ekki að spila eða syngja, snakk og drykkir verða á svæðinu. Mætum klukkan 21:00 og höfum þetta svolítið kósí!